Ráðuneyti í vanskilum vegna samninga 18. mars 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í vanskilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamningum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 talsins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samningum sem liggja hjá innanríkisráðuneytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samninga sem eru í fjárlagafrumvarpinu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á þjónustusamningum menntamálaráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneytisins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðuneytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkisráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýringar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin viðbrögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðuneytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamningur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendurskoðun að kenna vegna ónákvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrirspurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðuneytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerðina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorðuð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir líklegt að samningunum verði skilað inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent