Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi 17. mars 2011 07:00 stefán Þór Þorgeirsson Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið.fréttablaðið/valli „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira