Alþjóðleg lögregla benti á tvo níðinga 22. febrúar 2011 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira