Alþjóðleg lögregla benti á tvo níðinga 22. febrúar 2011 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (LRH) hafði nýlega hendur í hári tveggja karlmanna sem höfðu í fórum sínum myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, eftir að ábendingar höfðu borist hingað frá Interpol annars vegar og hins vegar frá Europol. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar LRH. Ríkissaksóknari hefur þegar ákært annan manninn, en hinn bíður ákæru. Í rannsókn sem Interpol og Europol voru með og náði víða um Evrópu komu fram tvær íslenskar IP-tölur, sem leiddu til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tölvur og tölvugögn í báðum málunum. Í báðum tilvikum reyndist vera nokkurt magn af kynferðislegu ofbeldismyndefni með börnum, mun meira hjá þeim sem ákæra hefur enn ekki verið birt. Bæði er um ljósmyndir og hreyfimyndir að ræða. Báðir mennirnir eru af höfuðborgarsvæðinu og báðir voru þeir með ofbeldismyndirnar heima hjá sér. Báðir eru þeir um þrítugt. Málið á hendur þeim sem þegar hefur verið ákærður var þingfest fyrr í þessum mánuði. Sama dag voru þingfestar ákærur yfir tveimur öðrum níðingum sem voru með ofbeldismyndir af börnum í tölvubúnaði á heimili sínu. Hjá öðrum þeirra fundu tæknimenn þjónustufyrirtækis myndefnið eftir að maðurinn hafði farið með tölvu sína í viðgerð. Annar níðinganna tveggja hefur verið dæmdur í 200 þúsunda króna sekt. Dröfn Kærnested, aðstoðarsaksóknari hjá ríkissaksóknara, segir embættið lengi hafa talað fyrir þyngri refsingu á hendur fólki sem sé með kynferðisofbeldismyndir af börnum í fórum sínum. Reynslan hafi sýnt að dómarar líti fremur til magns en grófleika í málum af því tagi. Hinir seku séu dæmdir til sektargreiðslu í yfirgnæfandi meirihluta mála. Michael Moran, yfirmaður hjá Interpol, var nýlega staddur hér á landi á vegum Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna. Hann sagði þá í viðtölum við fjölmiðla að á tímum internetsins væru engin landamæri. Barnaníðingar sem notuðu internetið til að dreifa kynferðislegum ofbeldismyndum gætu verið hvar sem er í veröldinni og trúlega einnig hér á landi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira