"Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“ 1. janúar 2011 12:55 Björk Guðmundsdóttir Mynd/Stefán Karlsson Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér. Björk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Björk hefur verið áberandi hér heima undanfarna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. Hún segir þann eldmóð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Náttúra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arnalds og Ghostigital. Rætt er við Björk í helgarblaði Fréttablaðsins. Þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmálum áhuga hefur hún látið óvenjumikið á sér bera í Magma-málinu. „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 prósent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleikana." Auk þess segir Björk: „Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttusöngvar væru ekki bara hippalög með kassagítar heldur gæti líka til dæmis verið elektróník í þeim."Álfarnir og tröllin syngja með Á þrettándanum stendur Björk fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilviljun að við skulum hafa þetta á þrettándanum," segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirnar koma út og syngja með okkur." „Mig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrjaði, í tónlistina. Það væri stórkostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlindir," segir Björk í viðtalinu sem hægt er að lesa í heild hér og hér.
Björk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira