Fótbolti

Gylfi Þór fær nýjan þjálfara hjá Hoffenheim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í síðasta leiknum undir stjórn Ralf Rangnick.
Gylfi Þór Sigurðsson í síðasta leiknum undir stjórn Ralf Rangnick. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ralf Rangnick er hættur sem þjálfari þýska liðsins Hoffenheim samkvæmt heimildum þýska blaðsins Bild am Sonntag en með liðinu spilar íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Ralf Rangnick er 52 ára gamall og var með samning til ársins 2012. Hann tók við liðinu 2006 og framlengdi samning sinn í maí síðastliðnum. Hann hefur gert góða hluti með liðið sem hefur þotið upp metorðastigan síðustu árin.

Rangnick var mjög ósáttur við sölu Hoffenheim á Brasilíumanninum Luiz Gustavo til Bayern Munchen en fyrr í dag var endalega tilkynnt um að Gustavo sé farinn til þýsku meistarana.

Hoffenheim er í áttunda sæti þýsku deildarinnar en endaði í 11. sæti í deildinni á síðasta tímabili. Besti árangur liðsins undir stjórn Rangnick var þegar liðið náði sjöunda sæti 2008-09.

Rangnick var ekkert alltof duglegur að gefa Gylfa Þór Sigurðssyni tækifæri en Gylfi hefur aðeins fengið að byrja í 4 af 13 leikjum sínum með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×