Fimmtíu þúsund undirskriftir gætu haft áhrif á afstöðu Bjarna 6. febrúar 2011 13:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni." Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni."
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira