Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar 11. desember 2011 12:15 Pep Guardiola og Jose Mourinho í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real." Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real."
Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira