Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Karl Lúðvíksson skrifar 2. desember 2011 14:15 Simmi og Jói með lax úr Jöklu Mynd af www.strengir.is Hér er frétt af vef Strengja: "Þetta var erfitt rjúpnaveiðitímabil fyrir austan, megnið af tímanum ekki snjókorn að sjá og nánast vorblíða flesta dagana. En það bjargaði mörgum veiðimanninum á okkar vegum nýju svæðin á Jökuldalsheiðinni sem við tókum á leigu, Ármótasel og Arnórsstaðir, en þar sýnist mér að hafi fengist allavega um 300 rjúpur þetta haustið". En veiðileyfasalan fyrir árið 2012 er komin á fullan skrið og hvet ég bæði fasta viðskiptavini Strengja og aðra að hafa samband sem fyrst því áhuginn er mikill eftir gott sumar í flestum okkar ám. Ekki verður komist hjá einhverjum hækkunum en flestar eru þær miðaðar við almennar verðlagsþróun nema þar sem kostnaður vegna stóraukinna seiðasleppinga þarf að koma fram í verði veiðileyfa til umframhækkunar. Þó er óhætt að segja að miðað við þær tölur sem heyrast í „bransanum“ í nokkrum ám þessa dagana eru árnar okkar mjög hóflega verðlagðar! Og „bestu kaupin á eyrinni“ eru eflaust hið nýja Jöklusvæði okkar miðað við veiddan lax á stöng á dag. Hlutfall veiddra og slepptra laxa í Breiðdalsá og Jöklusvæðinu var tæplega 50% sumarið 2011. Þó var megnið af aflanum stórlax og undantekningarlaust var einnig nánast allur smálax drepin þó menn hittu jafnvel á mokveiði ef þeir voru heppnir. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að eingöngu veiða og sleppa eða hafa kvóta á laxi, en nú verður ekki undan komist að herða reglur fyrir 2012 í þessum ám. Sleppiskylda verður á öllum 70cm laxi og stærri og kvóti tveir laxar á stöng á dag sem má hirða af smálaxi. Og í Steinboganum í Jöklu og ofar í Jökuldal verður sleppiskylda á öllum laxi enda vannýtt uppeldiskilyrði þar fyrir náttúruleg laxaseiði og vantar meiri hrygningu þar. Maðkur verður bannaður í Breiðdalsá en áfram leyfilegur í september á Jöklusvæðinu. Spónveiði verður áfram leyfð í september í báðum ám enda ekki vandamál að sleppa spónveiddum laxi aftur í flestum tilfellum. Í Hrútafjarðará verður engin kvóti, en sleppiskylda á stórlaxi, en áður hafði verið mælst til að sleppa honum". Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði
Hér er frétt af vef Strengja: "Þetta var erfitt rjúpnaveiðitímabil fyrir austan, megnið af tímanum ekki snjókorn að sjá og nánast vorblíða flesta dagana. En það bjargaði mörgum veiðimanninum á okkar vegum nýju svæðin á Jökuldalsheiðinni sem við tókum á leigu, Ármótasel og Arnórsstaðir, en þar sýnist mér að hafi fengist allavega um 300 rjúpur þetta haustið". En veiðileyfasalan fyrir árið 2012 er komin á fullan skrið og hvet ég bæði fasta viðskiptavini Strengja og aðra að hafa samband sem fyrst því áhuginn er mikill eftir gott sumar í flestum okkar ám. Ekki verður komist hjá einhverjum hækkunum en flestar eru þær miðaðar við almennar verðlagsþróun nema þar sem kostnaður vegna stóraukinna seiðasleppinga þarf að koma fram í verði veiðileyfa til umframhækkunar. Þó er óhætt að segja að miðað við þær tölur sem heyrast í „bransanum“ í nokkrum ám þessa dagana eru árnar okkar mjög hóflega verðlagðar! Og „bestu kaupin á eyrinni“ eru eflaust hið nýja Jöklusvæði okkar miðað við veiddan lax á stöng á dag. Hlutfall veiddra og slepptra laxa í Breiðdalsá og Jöklusvæðinu var tæplega 50% sumarið 2011. Þó var megnið af aflanum stórlax og undantekningarlaust var einnig nánast allur smálax drepin þó menn hittu jafnvel á mokveiði ef þeir voru heppnir. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að eingöngu veiða og sleppa eða hafa kvóta á laxi, en nú verður ekki undan komist að herða reglur fyrir 2012 í þessum ám. Sleppiskylda verður á öllum 70cm laxi og stærri og kvóti tveir laxar á stöng á dag sem má hirða af smálaxi. Og í Steinboganum í Jöklu og ofar í Jökuldal verður sleppiskylda á öllum laxi enda vannýtt uppeldiskilyrði þar fyrir náttúruleg laxaseiði og vantar meiri hrygningu þar. Maðkur verður bannaður í Breiðdalsá en áfram leyfilegur í september á Jöklusvæðinu. Spónveiði verður áfram leyfð í september í báðum ám enda ekki vandamál að sleppa spónveiddum laxi aftur í flestum tilfellum. Í Hrútafjarðará verður engin kvóti, en sleppiskylda á stórlaxi, en áður hafði verið mælst til að sleppa honum". Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Hættið að skarka utanvega á veiðislóð! Veiði 120 laxar á land í Norðurá í gær Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Góð kvöldveiði í Kleifarvatni Veiði Biðla til afkomenda Flugumanna Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði