Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Af Vötn og Veiði skrifar 9. desember 2011 12:19 Eru frekari hækkanir í vændum á veiðileyfum? Óhætt er að segja að misvísandi túlkanir á útboðum í laxveiðiár hafi borist úr röðum LV, Landsambands veiðifélaga, síðustu daga. Í nýjasta fréttabréfi LV , sem er aðeins sent í pósti til landeigenda, er t.d. að finna mjög einhæfa túlkun á útboðum sem ekki hafa farið fram. Að þær sem afstaðnar eru bendi til að hinar leiði til hækkana.Kíkjum aðeins á hvað stendur í fréttabréfinu og er væntanlega frá Óðni Sigþórssyni formanni LV, en hann er skráður ábyrgðamaður bréfsins:„Nokkuð hefur verið um útboð á veiðiám nú í haust. Búið er að opna tilboð í Laxá á Ásum, Þverá og Kjarará og Flókadalsá efri, í Fljótum. Allsstaðar er um verulega hækkun að ræða miðað við eldri samninga, eða frá 20% upp í rúm 50%. Eftir þessu að dæma virðast sumir veiðileyfasalar meta það svo að markaðurinn þoli þó nokkra hækkun. Ýmsar ár eru með lausa samninga haustið 2013, og því að velta því fyrir sér þessar vikurnar, hvort rétt sé að fara í útboð eða leita samninga við leigutaka án þess. Má þar til nefna Laxá í Kjós, Grímsá og Tunguá, Haukadalsá, Gljúfurá í Borgarfirði og eflaust fleiri. En hvort heldur sem veiðifélögin kjósa beina samninga eða útboð - þá er það ljóst að niðurstaða þeirra útboða sem nefnd eru hér að ofan munu hafa áhrif til hækkunar á þeim samningum, sem gerðir verða á næstunni.“ Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4094 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Óhætt er að segja að misvísandi túlkanir á útboðum í laxveiðiár hafi borist úr röðum LV, Landsambands veiðifélaga, síðustu daga. Í nýjasta fréttabréfi LV , sem er aðeins sent í pósti til landeigenda, er t.d. að finna mjög einhæfa túlkun á útboðum sem ekki hafa farið fram. Að þær sem afstaðnar eru bendi til að hinar leiði til hækkana.Kíkjum aðeins á hvað stendur í fréttabréfinu og er væntanlega frá Óðni Sigþórssyni formanni LV, en hann er skráður ábyrgðamaður bréfsins:„Nokkuð hefur verið um útboð á veiðiám nú í haust. Búið er að opna tilboð í Laxá á Ásum, Þverá og Kjarará og Flókadalsá efri, í Fljótum. Allsstaðar er um verulega hækkun að ræða miðað við eldri samninga, eða frá 20% upp í rúm 50%. Eftir þessu að dæma virðast sumir veiðileyfasalar meta það svo að markaðurinn þoli þó nokkra hækkun. Ýmsar ár eru með lausa samninga haustið 2013, og því að velta því fyrir sér þessar vikurnar, hvort rétt sé að fara í útboð eða leita samninga við leigutaka án þess. Má þar til nefna Laxá í Kjós, Grímsá og Tunguá, Haukadalsá, Gljúfurá í Borgarfirði og eflaust fleiri. En hvort heldur sem veiðifélögin kjósa beina samninga eða útboð - þá er það ljóst að niðurstaða þeirra útboða sem nefnd eru hér að ofan munu hafa áhrif til hækkunar á þeim samningum, sem gerðir verða á næstunni.“ Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4094 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði