Lagerbäck hefði viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 20:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist. Þjálfari A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, var viðstaddur fund um niðurröðun leikjanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra KSÍ og tjáði sig um gang mála í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég hefði kannski viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik, en auðvitað þurfum við að spila við öll liðin hvort eð er, þannig að það skiptir kannski ekki það miklu máli í hvaða röð það er. Annars finnst mér bara ágætur taktur í þessu, þ.e. í röðun heima- og útileikja. Í leikjadagskránni eru margir tvíhöfðar, þ.e. tveir leikir í röð, sem ég held að henti vel, því það er gott að geta haft liðin saman í lengri tíma," sagði Lars Lagerbäck í viðtalinu. „Þessi fyrsti leikur í keppninni, á móti Noregi, er mjög áhugaverður, bæði vegna tengsla þessara þjóða og svo þeirrar staðreyndar að þau hafa mæst nokkuð oft á síðustu árum, alltaf spennandi leikir. Við þekkjum því norska liðið ágætlega og munum alltaf mæta þeim fullir sjálfstrausts, af fullum krafti, þetta verður hörkuleikur," sagði Lagerbäck sem ætlar að pressa á vináttulandsleiki. „Við þurfum að fá vináttulandsleiki gegn sterkum þjóðum, á öllum landsleikjadögum sem okkur standa til boða. Riðillinn finnst mér nokkuð jafn, og þó svo að Ísland sé í neðsta styrkleikaflokki tel ég að við getum unnið öll þessi lið á góðum degi, ef allir vinna að sama marki og standa saman, leikmenn, þjálfarar, starfslið, og stuðningsmenn. Þetta verður auðvitað erfitt, allir leikirnir verða erfiðir, en það er allt mögulegt í fótbolta," sagði Lagerbäck en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. HM 2014 í Brasilíu Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist. Þjálfari A landsliðs karla, Lars Lagerbäck, var viðstaddur fund um niðurröðun leikjanna ásamt formanni og framkvæmdastjóra KSÍ og tjáði sig um gang mála í viðtali á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég hefði kannski viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik, en auðvitað þurfum við að spila við öll liðin hvort eð er, þannig að það skiptir kannski ekki það miklu máli í hvaða röð það er. Annars finnst mér bara ágætur taktur í þessu, þ.e. í röðun heima- og útileikja. Í leikjadagskránni eru margir tvíhöfðar, þ.e. tveir leikir í röð, sem ég held að henti vel, því það er gott að geta haft liðin saman í lengri tíma," sagði Lars Lagerbäck í viðtalinu. „Þessi fyrsti leikur í keppninni, á móti Noregi, er mjög áhugaverður, bæði vegna tengsla þessara þjóða og svo þeirrar staðreyndar að þau hafa mæst nokkuð oft á síðustu árum, alltaf spennandi leikir. Við þekkjum því norska liðið ágætlega og munum alltaf mæta þeim fullir sjálfstrausts, af fullum krafti, þetta verður hörkuleikur," sagði Lagerbäck sem ætlar að pressa á vináttulandsleiki. „Við þurfum að fá vináttulandsleiki gegn sterkum þjóðum, á öllum landsleikjadögum sem okkur standa til boða. Riðillinn finnst mér nokkuð jafn, og þó svo að Ísland sé í neðsta styrkleikaflokki tel ég að við getum unnið öll þessi lið á góðum degi, ef allir vinna að sama marki og standa saman, leikmenn, þjálfarar, starfslið, og stuðningsmenn. Þetta verður auðvitað erfitt, allir leikirnir verða erfiðir, en það er allt mögulegt í fótbolta," sagði Lagerbäck en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2014 í Brasilíu Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira