Fótbolti

Lars Lagerbäck byrjar á móti Svartfjallalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson byrja í Svartfjallalandi.
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson byrja í Svartfjallalandi. Mynd/Vilhelm
Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012.  Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi. 

Þetta er í fyrsta sinn sem þessar þjóðir mætast á knattspyrnuvellinum og þetta verður fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck.

Landslið Svartfjallalands komst í umspilið í undankeppni EM 2012 eftir að hafa hafnað í öðru sæti í sínum riðli á eftir Englendingum.  Svartfjallaland mætti Tékklandi um sæti í úrslitakeppninni en þar höfðu Tékkar betur í tveimur leikjum.

Svartfjallaland var í 199. sæti styrkleikalista FIFA í júní 2007 en fjórum árum síðar, júní 2011, var liðið komið upp í 16. sæti listans.  Þeir hafa heldur sigið niður listann upp á síðkastið og eru nú í 51. sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×