Golf

Tiger aftur í hópi 50 bestu í heiminum - en með naumindum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods í Ástralíu um helgina.
Tiger Woods í Ástralíu um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Góður árangur Tiger Woods á opna ástralska meistaramótinu í golfi um helgina dugði til að fleyta Tiger Woods aftur upp í hóp 50 bestu kylfinga heims. En það mátti varla tæpara standa.

Tiger er nú í 50. sæti heimslistans og er aðeins 0,03 stigum á undan Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem er í 51. sæti.

Tiger féll af toppi heimslistans fyrir rúmu ári síðan og alla leið niður í 58. sæti. Hann hafði þá verið í hópi 50 efstu í fimmtán ár.

Luke Donald frá Englandi er í efsta sæti listans og Norður-Írinn Rory McIlroy í öðru sæti. Woods endaði í þriðja sæti í Ástralíu eftir að hafa verið í forystu um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×