Real vann Valencia í hörkuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri. Spænski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri.
Spænski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira