Undrabarnið Götze tryggði Dortmund sigur á Bayern Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nordic Photos / Bongarts Hinn nítján ára Mario Götze tryggði í dag sínum mönnum í Dortmund 1-0 sigur á Bayern München í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Bayern heldur toppsætinu en Dortmund, sem hikstaði nokkuð í upphafi tímabilsins, er nú aðeins tveimur stigum á eftir Bæjurum. Götze skoraði markið á 65. mínútu eftir að Jerome Boateng, varnarmanni Bayern, mistókst að hreinsa boltann úr eigin vítateig. Götze skoraði örugglega af um níu metra færi. Arjen Robben var í byrjunarliði Bayern í dag í fyrsta sinn síðan hann meiddist þann 1. október síðastliðinn. Hann náði sér þó ekki á strik í dag. Lítið var um færi í fyrri hálfleiknum þó svo að Bayern hafi verið mun meira með boltann. Götze fékk svo tvö góð færi í upphafi síðari hálfleiks áður en hann skoraði markið dýrmæta. Leikmenn Dortmund náðu svo að koma knettinum aftur í netið á 74. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstæðu. Heimamenn sóttu stíft undir lokin en náðu ekki að nýta færin sem þeir sköpuðu sér. Þýskalandsmeistararnir fögnuðu því dýrmætum sigri og er nú mikil spenna í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar. Gladbach er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, jafn mörg og Dortmund. Schalke er svo í fjórða sætinu með 25 stig.Úrslit dagsins: Wolfsburg - Hannover 4-1 Gladbach - Bremen 5-0 Freiburg - Hertha 2-2 Köln - Mainz (frestað) Schalke - Nürnberg 4-0 Bayern - Dortmund 0-1 Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Hinn nítján ára Mario Götze tryggði í dag sínum mönnum í Dortmund 1-0 sigur á Bayern München í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Bayern heldur toppsætinu en Dortmund, sem hikstaði nokkuð í upphafi tímabilsins, er nú aðeins tveimur stigum á eftir Bæjurum. Götze skoraði markið á 65. mínútu eftir að Jerome Boateng, varnarmanni Bayern, mistókst að hreinsa boltann úr eigin vítateig. Götze skoraði örugglega af um níu metra færi. Arjen Robben var í byrjunarliði Bayern í dag í fyrsta sinn síðan hann meiddist þann 1. október síðastliðinn. Hann náði sér þó ekki á strik í dag. Lítið var um færi í fyrri hálfleiknum þó svo að Bayern hafi verið mun meira með boltann. Götze fékk svo tvö góð færi í upphafi síðari hálfleiks áður en hann skoraði markið dýrmæta. Leikmenn Dortmund náðu svo að koma knettinum aftur í netið á 74. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstæðu. Heimamenn sóttu stíft undir lokin en náðu ekki að nýta færin sem þeir sköpuðu sér. Þýskalandsmeistararnir fögnuðu því dýrmætum sigri og er nú mikil spenna í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar. Gladbach er í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig, jafn mörg og Dortmund. Schalke er svo í fjórða sætinu með 25 stig.Úrslit dagsins: Wolfsburg - Hannover 4-1 Gladbach - Bremen 5-0 Freiburg - Hertha 2-2 Köln - Mainz (frestað) Schalke - Nürnberg 4-0 Bayern - Dortmund 0-1
Þýski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Fleiri fréttir Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira