Erindi um stíflur og áhrif þeirra 26. október 2011 10:07 Margir hafa lýst yfir áhyggjum af afdrifum fiskistofna í Þjórsá verði af fyrirhuguðum virkjunum í neðanverðri ánni. NASF hefur sent frá sér fréttatilkynningu um fróðlegan fyrirlestur um málefnið.Í tilkynningunni stendur m.a. eftirfarandi: „Ágætu landeigendur, stangveiðimenn og aðrir hagsmunaaðilar: NASF - Verndarsjóður um laxastofna vill vekja athygli á háskólafyrirlestri sem haldinn verður í næstu viku, fimmtudaginn 3. nóvember, 2011: Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00.Fyrirlesari er dr. Margaret J. Filardo líffræðingur, forstöðumaður Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregonfylki í Bandaríkjunum.Miðstöðin er vísindaleg tæknistofnun þar sem fylgst er með ferðum gönguseiða og fullorðinna fiska. Tilefni fyrirlestursins er að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lýkur 11. nóvember nk. og fer málið þá í kjölfarið til meðferðar Alþingis. Áherslan í þessu ferli beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá.Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna og er öllum opinn. Hægt er að tilkynna þátttöku til nasf@vortex.is" Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði
Margir hafa lýst yfir áhyggjum af afdrifum fiskistofna í Þjórsá verði af fyrirhuguðum virkjunum í neðanverðri ánni. NASF hefur sent frá sér fréttatilkynningu um fróðlegan fyrirlestur um málefnið.Í tilkynningunni stendur m.a. eftirfarandi: „Ágætu landeigendur, stangveiðimenn og aðrir hagsmunaaðilar: NASF - Verndarsjóður um laxastofna vill vekja athygli á háskólafyrirlestri sem haldinn verður í næstu viku, fimmtudaginn 3. nóvember, 2011: Fyrirlestur um stíflur í ám og tilraunir til að greiða för sjógöngufiska á áhrifasvæðum stíflumannvirkja verður haldinn í Háskóla Íslands kl. 12:00.Fyrirlesari er dr. Margaret J. Filardo líffræðingur, forstöðumaður Fiskvegamiðstöðvarinnar (Fish Passage Center) í Oregonfylki í Bandaríkjunum.Miðstöðin er vísindaleg tæknistofnun þar sem fylgst er með ferðum gönguseiða og fullorðinna fiska. Tilefni fyrirlestursins er að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Umsagnarferlinu lýkur 11. nóvember nk. og fer málið þá í kjölfarið til meðferðar Alþingis. Áherslan í þessu ferli beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá.Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna og er öllum opinn. Hægt er að tilkynna þátttöku til nasf@vortex.is"
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði