Óljóst hver fær milljónina - mun borga með bros á vör 26. október 2011 17:50 Verðmæti úranna voru mest 70 milljónir króna. Mynd / Stefán Karlsson „Þetta hefði ekki bara verið mikið tap, heldur hræðilegt ef málið hefði verið óupplýst um ókomna tíð," segir sonur Franks Michelsen, Róbert, en lögreglan tilkynnti í dag að hún væri búin að endurheimt þýfið, alls 49 úr, sem voru tekin í bíræfnu ráni í skartgripabúðinni á Laugaveginum fyrir níu dögum síðan. Einn hefur verið handtekinn og þrír aðrir eftirlýstir. Verðmæti úranna voru á bilinu 50 - 70 milljónir króna. Róbert segir fjölskylduna ótrúlega þakkláta lögreglunni, sem tókst að upplýsa rán sem lögregluembætti í Evrópu eiga í fyllstu erfiðleikum með, en upp hafa komið keimlík rán í skarptgripabúðum í öðrum löndum. Svo virðist sem ræningjarnir, sem eru allir pólskir að uppruna, hafi komið hingað til lands gagngert til þess að ræna búðina. Þeir hafa engin tengsl við Ísland svo vitað sé. „Við erum bara gríðarleg þakklát lögreglunni fyrir óeigingjarnt og þrotlaust starf en við vitum hversu erfiðar aðstæður lögreglumenn vinna við, svo ég tali nú ekki um lág laun," segir Róbert. Það er ljóst að lögreglan mun ekki þiggja milljónina sem Frank lofaði hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið. Róbert segist ekki vita til þess að lögreglan hafi upplýst málið vegna vísbendinga frá almenningi, „sé svo þá mun faðir minn borga milljónina með bros á vör," segir Róbert sem ítrekar þakklæti fjölskyldunnar til lögreglunnar. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta hefði ekki bara verið mikið tap, heldur hræðilegt ef málið hefði verið óupplýst um ókomna tíð," segir sonur Franks Michelsen, Róbert, en lögreglan tilkynnti í dag að hún væri búin að endurheimt þýfið, alls 49 úr, sem voru tekin í bíræfnu ráni í skartgripabúðinni á Laugaveginum fyrir níu dögum síðan. Einn hefur verið handtekinn og þrír aðrir eftirlýstir. Verðmæti úranna voru á bilinu 50 - 70 milljónir króna. Róbert segir fjölskylduna ótrúlega þakkláta lögreglunni, sem tókst að upplýsa rán sem lögregluembætti í Evrópu eiga í fyllstu erfiðleikum með, en upp hafa komið keimlík rán í skarptgripabúðum í öðrum löndum. Svo virðist sem ræningjarnir, sem eru allir pólskir að uppruna, hafi komið hingað til lands gagngert til þess að ræna búðina. Þeir hafa engin tengsl við Ísland svo vitað sé. „Við erum bara gríðarleg þakklát lögreglunni fyrir óeigingjarnt og þrotlaust starf en við vitum hversu erfiðar aðstæður lögreglumenn vinna við, svo ég tali nú ekki um lág laun," segir Róbert. Það er ljóst að lögreglan mun ekki þiggja milljónina sem Frank lofaði hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um málið. Róbert segist ekki vita til þess að lögreglan hafi upplýst málið vegna vísbendinga frá almenningi, „sé svo þá mun faðir minn borga milljónina með bros á vör," segir Róbert sem ítrekar þakklæti fjölskyldunnar til lögreglunnar.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira