Golf

Lengsti bráðbani í sögu PGA - Molder fékk 100 milljónir kr.

Bryce Molder sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á PGA móti í golfi í gær eftir maraþonbráðabana gegn Briny Baird.
Bryce Molder sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á PGA móti í golfi í gær eftir maraþonbráðabana gegn Briny Baird. pga.com
Bryce Molder sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á PGA móti í golfi í gær eftir maraþonbráðabana gegn Briny Baird. Þeir luku leik á 17 höggum undir pari og úrslitin réðust ekki fyrr en á sjöttu holu í bráðabana sem er sá lengsti í sögunni á bandarísku PGA mótaröðinni en hann stóð yfir um tvo tíma.

Tiger Woods endaði í 30. sæti á þessu móti á 7 höggum undir pari samtals. Hann fékk um 3,5 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur.

Molder og Baird léku 17. og 18. holu vallarins þrívegis áður en úrslitin réðust en þeir léku frábært golf undir miklu álagi. Fyrir sigurinn fékk Molder rúmlega 100 milljónir kr. í verðlaunafé og tveggja ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni.

Molder sýndi fína takta með dræverinn í bráðabananum. Hann smellti boltanum þrívegis inn á flöt í upphafshögginu á 17. Flöt þar sem hann þurfti að fljúga boltanum um 265 metra eftir upphafshöggið á brautinni sem er par 4. Molder setti boltann nánast á sama stað á flötinni í öll þrjú skiptin.

Á þessu ári hafa úrslit ráðist á PGA móti í bráðabana á 17 mótum. Baird hefur leikið á 348 mótum á 12 ára keppnisferli á PGA mótaröðinni og er þetta í fjórða sinn sem hann verður að bíta í það súra epli að enda í öðru sæti. Baird getur huggað sig við það að hann fékk um 63 milljónir kr. í verðlaunafé og þar að auki náði hann að þoka sér upp í hóp þeirra 125 efstu á peningalistanum sem fá sjálfkrafa keppnisrétt á næsta tímabili. Fyrir mótið var Baird í 148. sæti á peningalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×