Aukning í þurrfluguveiði Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2011 09:49 Adams þurrfluga Það er greinilega merkjanleg aukning í áhuga stangaveiðimanna á silungsveiði með þurrflugu. Sérstaklega á þetta við á urriðasvæðunum nyrðra. Það er vaxandi hópur sem leggur áherslu á að beita þurrfluguveiðinni á urriðasvæðunum í Laxárdal og í Mývatnssveit. Hingað til hefur landinn sótt í það að veiða svæðin í júnímánuði og forðast miðsumarsvikurnar sem heitan eldinn. Um mitt sumarið er gróður nefninlega í hámarki og urriðinn étur af yfirborðinu sem aldrei fyrr. Því henta hefðbundnar púpuveiðar svo og straumfluguveiðar illa á svæðunum fyrir norðan. Hins vegar er þetta draumatími þeirra sem beita þurrflugunni. Þetta endurspeglast einnig í talsverðri áherslubreytingu í umsóknarþunga í veiðileyfi á svæðunum. Sem dæmi lítur út fyrir að júlímánuður í Laxárdal muni að mestu seljast upp í forúthlutun þetta sinnið. Í júlí og fyrrihluta ágústmánaðar eru nefninlega kjöraðstæður fyrir þurrfluguveiðimenn. Á meðfylgjandi myndbandi sem tekið er upp um miðjan ágústmánuð í fyrra má sjá hvað það er sem þessi hópur er að sækja í. Gróður eða fluga hefur engin áhrif á veiðiskapinn. Hægt er að skoða myndbandið með því að smella hér. http://www.svfr.is/2011/10/13/Aukning-i-thurrfluguveidum/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0 Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Það er greinilega merkjanleg aukning í áhuga stangaveiðimanna á silungsveiði með þurrflugu. Sérstaklega á þetta við á urriðasvæðunum nyrðra. Það er vaxandi hópur sem leggur áherslu á að beita þurrfluguveiðinni á urriðasvæðunum í Laxárdal og í Mývatnssveit. Hingað til hefur landinn sótt í það að veiða svæðin í júnímánuði og forðast miðsumarsvikurnar sem heitan eldinn. Um mitt sumarið er gróður nefninlega í hámarki og urriðinn étur af yfirborðinu sem aldrei fyrr. Því henta hefðbundnar púpuveiðar svo og straumfluguveiðar illa á svæðunum fyrir norðan. Hins vegar er þetta draumatími þeirra sem beita þurrflugunni. Þetta endurspeglast einnig í talsverðri áherslubreytingu í umsóknarþunga í veiðileyfi á svæðunum. Sem dæmi lítur út fyrir að júlímánuður í Laxárdal muni að mestu seljast upp í forúthlutun þetta sinnið. Í júlí og fyrrihluta ágústmánaðar eru nefninlega kjöraðstæður fyrir þurrfluguveiðimenn. Á meðfylgjandi myndbandi sem tekið er upp um miðjan ágústmánuð í fyrra má sjá hvað það er sem þessi hópur er að sækja í. Gróður eða fluga hefur engin áhrif á veiðiskapinn. Hægt er að skoða myndbandið með því að smella hér. http://www.svfr.is/2011/10/13/Aukning-i-thurrfluguveidum/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði