Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2011 09:29 Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Met fallið í Svalbarðsá Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði
Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Met fallið í Svalbarðsá Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði