Viðskipti erlent

Hækkanir vestanhafs en lækkanir í Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helstu hlutabréfavísitölur i Bandaríkjunum hækkuðu lítillega í dag. Dow Jones hækkaði um 1,58%, Nasdaq um 1,63% og S&P 500 um 2,04%.

Aftur á móti féllu hlutabréf í Evrópu í dag eftir að Moody´s varaði við því að lánshæfismat Frakklands gæti lækkað og tölur bentu til slaka í kínverska hagkerfinu.

Samkvæmt tilkynningu frá Moody´s eru líkur á því að horfur í Frakklandi verði færðar úr stöðugum í neikvæðar, en landið er nú með topplánshæfismatseinkunn, eða AAA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×