Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu 14. september 2011 11:48 Gustavo Dudamel mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu á sunnudag. mynd/afp Næstkomandi sunnudag fá Íslendingar einstakt tækifæri til að upplifa tónlistarflutning á heimsvísu þegar Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar spilar í Eldborgarsalnum í Hörpu undir stjórn Gustavo Dudamel. Á vef Hörpu segir að Dudamel sé skærasta stjarnan í tónlistarheiminum í dag og án efa sá allra áhrifamesti. Litið sé á það sem hann geri sem það besta sem tónlistarheimurinn hafi upp á að bjóða. Hann er aðeins þrítugur að aldri en á að baki litríkan og merkan feril. Hann er aðalstjórnandi Gautaborgarsinfóníunnar, tónlistarstjóri fílharmoníunnar í Los Angeles og listrænn stjórnandi Símón Bólívar sinfóníuhljómsveitarinnar í heimalandi sínu, Venezúela. Dudamel er einnig þekktur fyrir starf sitt með ungmenni í Venesúela sem tónlistarmenn heimsins líta til sem fyrirmynd. Hann þekkir af eigin raun hvernig þátttaka í tónlist getur breytt lífi fólks. Hann vinnur samkvæmt því sem kallað er í Venesúela "El Sistema" þar sem tónlist er nýtt til félagslegra jákvæðra breytinga. Þar er börnum, sem mörg hver eiga undir högg að sækja og koma úr fátækrahverfum, að læra að leika á hljóðfæri og leika í hljómsveit. El Sistema nær til hundruð þúsunda barna ár hvert og er farið að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum meðal annars í ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Los Angeles. Á tónleikunum í Hörpu á sunnudaginn verður verkið Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist frumflutt og Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky er einnig á efnisskránni. Að auki munu tónleikagestir heyra Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martin Fröst sem hefur áður komið fram á Íslandi, sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Næstkomandi sunnudag fá Íslendingar einstakt tækifæri til að upplifa tónlistarflutning á heimsvísu þegar Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar spilar í Eldborgarsalnum í Hörpu undir stjórn Gustavo Dudamel. Á vef Hörpu segir að Dudamel sé skærasta stjarnan í tónlistarheiminum í dag og án efa sá allra áhrifamesti. Litið sé á það sem hann geri sem það besta sem tónlistarheimurinn hafi upp á að bjóða. Hann er aðeins þrítugur að aldri en á að baki litríkan og merkan feril. Hann er aðalstjórnandi Gautaborgarsinfóníunnar, tónlistarstjóri fílharmoníunnar í Los Angeles og listrænn stjórnandi Símón Bólívar sinfóníuhljómsveitarinnar í heimalandi sínu, Venezúela. Dudamel er einnig þekktur fyrir starf sitt með ungmenni í Venesúela sem tónlistarmenn heimsins líta til sem fyrirmynd. Hann þekkir af eigin raun hvernig þátttaka í tónlist getur breytt lífi fólks. Hann vinnur samkvæmt því sem kallað er í Venesúela "El Sistema" þar sem tónlist er nýtt til félagslegra jákvæðra breytinga. Þar er börnum, sem mörg hver eiga undir högg að sækja og koma úr fátækrahverfum, að læra að leika á hljóðfæri og leika í hljómsveit. El Sistema nær til hundruð þúsunda barna ár hvert og er farið að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum meðal annars í ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Los Angeles. Á tónleikunum í Hörpu á sunnudaginn verður verkið Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist frumflutt og Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky er einnig á efnisskránni. Að auki munu tónleikagestir heyra Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martin Fröst sem hefur áður komið fram á Íslandi, sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira