ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 17:15 Eiður Smári Guðjohnsenþ Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Erlendar Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Erlendar Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira