Olían úr Goðafossi hefur náð landi 18. febrúar 2011 11:16 MYND/AFP Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður. Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hátt í 500 vörugámar eru í skipinu. Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, er í eigu Eimskips, en skráð í St Johns. Um leið og olíulekinn hefur verið stöðavður, verður ráðist í að hífa alla gámana yfir á annað skip, og síðan verður öflugum drátatrbátum beitt við að ná skipinu á flot, en það er nú fast skorðað á skerjunum og hallast sjö gráður á bakborða. Ekki er enn vitað um orsakir strandsins, en sjópróf verða síðdegis eða á morgun. Hafnsögumaður var nýfarinn frá borði þegar skipið strandaði. Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður. Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hátt í 500 vörugámar eru í skipinu. Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, er í eigu Eimskips, en skráð í St Johns. Um leið og olíulekinn hefur verið stöðavður, verður ráðist í að hífa alla gámana yfir á annað skip, og síðan verður öflugum drátatrbátum beitt við að ná skipinu á flot, en það er nú fast skorðað á skerjunum og hallast sjö gráður á bakborða. Ekki er enn vitað um orsakir strandsins, en sjópróf verða síðdegis eða á morgun. Hafnsögumaður var nýfarinn frá borði þegar skipið strandaði.
Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56
Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16
Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00