Hafa játað á sig 75 innbrot 16. mars 2011 06:00 Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Þrír menn, tveir sautján ára og einn 23 ára, hafa verið ákærðir fyrir innbrot á 75 heimili, langflest á bilinu frá október í fyrra og til áramóta. Þegar mennirnir létu mest að sér kveða, í október og nóvember, voru þeir að verki í drjúgum hluta allra innbrota í heimahús á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, allir pólskir, hafa játað öll brotin. Þeir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan um miðjan janúar. Þeir vildu í upphafi lítið kannast við málið en hafa verið mjög samvinnuþýðir á síðari stigum og játningum þeirra ber saman í meginatriðum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Tryggingafélög hafa þegar greitt út um 30 milljónir til þeirra sem brotist var inn hjá, bæði vegna glataðra muna og tjóns á húsnæði. Tryggingar dekka þó einungis hluta tjónsins auk þess sem margir voru alls ótryggðir, og því þykir ljóst að milljónirnar 30 eru aðeins brot af tjóninu sem hlaust af glæpum mannanna. Málið, og ákæran sem af því leiðir, er risavaxið að sögn Árna. Til marks um það er að tveir lögreglumenn hafa ekki gert annað frá áramótum en að rannsaka það. „Ég hef aldrei séð stærra mál af þessu tagi," segir hann. Fjórði maðurinn, Pólverji um þrítugt, er einnig í varðhaldi og verður senn ákærður fyrir að hafa keypt þorrann af öllu þýfinu úr innbrotum þremenninganna og selt áfram. Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði yfirumsjón með rannsókninni á þætti hans og segir að maðurinn hafi að líkindum hagnast um nokkrar milljónir á milligöngunni. Ekkert fé hafi þó fundist. Margeir segir að ekki liggi fyrir hvort maðurinn hafi beinlínis gert þremenningana út af örkinni til innbrota. Lögregla hefur rætt við um þrjátíu manns sem keyptu af honum þýfi og segir Margeir að tíu til tólf þeirra megi eiga von á ákæru fyrir að hafa gert það vitandi að um þýfi væri að ræða. Lagt var hald á lítinn hluta þýfisins í fórum mannsins og viðskiptavina hans. Margeir segist merkja að nú sé ný innbrotaalda af sama toga tekin að rísa. „Nú er þetta byrjað aftur. Ekki í eins miklum mæli, en þetta byrjaði hægt þá og virðist gera það líka núna," segir hann. Lögregluyfirvöld telja mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum. - sh
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira