Brugg og smygl eykst með hærri sköttum 17. ágúst 2010 06:00 neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira