Brugg og smygl eykst með hærri sköttum 17. ágúst 2010 06:00 neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira