Íslenski boltinn

Landsliðskonur heimsækja knattspyrnustelpur út á landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir. Mynd/Valli
Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir munu heimsækja nokkur bæjarfélög á norðaustur- og austurlandi á næstu dögum og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Stelpurnar verða á Höfn 20. júlí, á Egilsstöðum og Reyðarfirði 21. júlí, á Húsavík 22. júlí og loks á Akureyri 23. júlí.

Þóra hefur undanfarin ár skipað sér sess sem einn fremsti markvörður Evrópu og leikur sem atvinnumaður með besta félagsliði Svíþjóðar, LdB Malmö. Katrín Ómarsdóttir er einn fjögurra Íslendinga sem leikur með Kristianstads DFF og hefur skorað tvö mörk í átta leikjum á yfirstandandi tímabili.

Sænska deildin er í sumarfríi þar til um miðjan ágúst og þær Þóra og Katrín ætla að nýta tækifærið og miðla af reynslu og þekkingu sinni til ungra knattspyrnustelpna út á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×