Oddviti L-listans: Bíðum róleg 27. maí 2010 15:36 „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu,“ segir Geir. „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
„Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43