Óttast glæpi en ekki stóra tölvuárás 23. október 2010 06:00 Stela á netinu Þeir sem búa til spilliforrit í dag reyna flestir að græða á þeim peninga, til dæmis með því að stela kortanúmerum, komast inn í heimabanka eða senda ruslpóst, segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Nordicphotos/AFP Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira