Viðskipti erlent

Sjaldgæf 1 penny mynt seld á rúmar 160 milljónir

Sjaldgæf bandarísk 1 penny mynt var nýlega seld á uppboði fyrir 1,3 milljónir dollara eða rúmar 160 milljónir kr. Myntin sem er frá árinu 1795 er ein af sjö slíkum sem vitað er um í heiminum.

Í frétt um málið í Wall Street Journal segir að ekki sé vitað hver kaupandinn var en uppboðið var haldið á vegum Goldberg Coins & Collectibles. Þetta mun vera í fyrsta sinn í sögunni sem penny mynt er slegin á meir en milljón dollara.

Verðið er einnig athyglisvert í ljósi þess að myntin var metin á 250.000 dollara fyrir uppboðið. Samkvæmt Wall Street Journal er mikil eftirspurn eftir gömlum myntum og sterkur markaður fyrir þær. Bent er á að nýlega var 50 senta mynt seld á 1,1 milljón dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×