Dyrum lokað Ólafur Stephensen skrifar 28. júní 2010 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmálaályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs. Í ályktun sjálfstæðismanna segir að þeir hafni aðildarferlinu vegna þess að mikilvægara sé nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn deila þá þeirri skoðun ekki heldur með flestum evrópskum hægriflokkum, að ESB-aðild sé brýnt hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Aðildarumsóknin er þáttur í að leysa þá efnahags- og gjaldmiðilskreppu, sem Ísland glímir við. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var lögð fram skýrsla Evrópunefndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenzkt efnahagslíf gæti ekki búið við krónuna til frambúðar. Engin greið leið er fyrir Ísland að taka upp nýjan gjaldmiðil önnur en aðild að Evrópusambandinu. Það tekur nokkur ár að semja um aðild og taka upp evru. Þess vegna er brýnt að gera það strax, en ekki slá því á frest. Flestir stjórnmálaflokkar treysta sér til að fást við nokkur verkefni í einu. Í þeirri stöðu, sem Ísland er nú í, er það nauðsynlegt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á fundinum að afstaða Sjálfstæðisflokksins ætti ekkert skylt við einangrunarhyggju eða þjóðrembu. „Hún byggir á raunsæju mati á því hvað þjónar hagsmunum Íslendinga best til langs tíma," sagði hann. Því miður virðist hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins nú vera þröngt mat á hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar, atvinnugreinanna sem að stærstum hluta berjast hatrammlega gegn inngöngu Íslands í ESB, án þess þó að vita hvaða kostir þeim bjóðast. Þetta eru mikilvægar atvinnugreinar, en ekki þær sem munu vaxa á komandi árum og skapa flest ný störf. Það eru greinar á borð við ferðaþjónustu, hátækniiðnað og aðrar, sem hafa ítrekað á undanförnum árum lýst stuðningi við aðildarumsókn og óskað eftir nýjum, stöðugum gjaldmiðli. Mat Sjálfstæðisflokksins virðist vera sérhagsmunamat, ekki mat á hagsmunum heildarinnar. Kalt hagsmunamat fælist í því að taka þátt í aðildarferlinu og leitast við að ná sem hagstæðustum samningi, eins og flokksformaðurinn talaði raunar utan í, áður en fulltrúar sérhagsmunanna höfðu hann undir á fundinum. Þá er hægt að leggja mat á það hvernig aðildarsamningur þjónar íslenzkum heildarhagsmunum, til dæmis hvað sé unnið fyrir heimilin í landinu hvað varðar matarverð, horfur á stöðugum gjaldmiðli með bættum lánskjörum og fleira. Jafnframt er þá að sjálfsögðu hægt að vega og meta hvernig samningurinn kemur út fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar. En það gerist ekki án þess að klára samningana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fyrst og fremst forystu fyrir sérhagsmunum. Allt annað tal um forystu er fremur spaugilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmálaályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs. Í ályktun sjálfstæðismanna segir að þeir hafni aðildarferlinu vegna þess að mikilvægara sé nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn deila þá þeirri skoðun ekki heldur með flestum evrópskum hægriflokkum, að ESB-aðild sé brýnt hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Aðildarumsóknin er þáttur í að leysa þá efnahags- og gjaldmiðilskreppu, sem Ísland glímir við. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var lögð fram skýrsla Evrópunefndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenzkt efnahagslíf gæti ekki búið við krónuna til frambúðar. Engin greið leið er fyrir Ísland að taka upp nýjan gjaldmiðil önnur en aðild að Evrópusambandinu. Það tekur nokkur ár að semja um aðild og taka upp evru. Þess vegna er brýnt að gera það strax, en ekki slá því á frest. Flestir stjórnmálaflokkar treysta sér til að fást við nokkur verkefni í einu. Í þeirri stöðu, sem Ísland er nú í, er það nauðsynlegt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á fundinum að afstaða Sjálfstæðisflokksins ætti ekkert skylt við einangrunarhyggju eða þjóðrembu. „Hún byggir á raunsæju mati á því hvað þjónar hagsmunum Íslendinga best til langs tíma," sagði hann. Því miður virðist hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins nú vera þröngt mat á hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar, atvinnugreinanna sem að stærstum hluta berjast hatrammlega gegn inngöngu Íslands í ESB, án þess þó að vita hvaða kostir þeim bjóðast. Þetta eru mikilvægar atvinnugreinar, en ekki þær sem munu vaxa á komandi árum og skapa flest ný störf. Það eru greinar á borð við ferðaþjónustu, hátækniiðnað og aðrar, sem hafa ítrekað á undanförnum árum lýst stuðningi við aðildarumsókn og óskað eftir nýjum, stöðugum gjaldmiðli. Mat Sjálfstæðisflokksins virðist vera sérhagsmunamat, ekki mat á hagsmunum heildarinnar. Kalt hagsmunamat fælist í því að taka þátt í aðildarferlinu og leitast við að ná sem hagstæðustum samningi, eins og flokksformaðurinn talaði raunar utan í, áður en fulltrúar sérhagsmunanna höfðu hann undir á fundinum. Þá er hægt að leggja mat á það hvernig aðildarsamningur þjónar íslenzkum heildarhagsmunum, til dæmis hvað sé unnið fyrir heimilin í landinu hvað varðar matarverð, horfur á stöðugum gjaldmiðli með bættum lánskjörum og fleira. Jafnframt er þá að sjálfsögðu hægt að vega og meta hvernig samningurinn kemur út fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar. En það gerist ekki án þess að klára samningana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fyrst og fremst forystu fyrir sérhagsmunum. Allt annað tal um forystu er fremur spaugilegt.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun