Bjargaði og hýsti fálka 1. október 2010 03:00 Turnfálkinn Tegundin er náskyld íslenska smyrlinum og lík honum í útliti. myndir/óskar P. Friðriksson Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu. Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu.
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira