Viðskipti erlent

Tískuhúsið Prada að selja þriðjung starfseminnar til Sviss

Hið ítalska tískuhús Prada, sem einkum er þekkt fyrir skó sín og töskur, er að ljúka samningum um að selja þriðjung starfsemi sinnar til Richemont í Sviss sem einkum er þekkt fyrir skartgripa- og úraframleiðslu.

Þetta kemur fram í blaðinu New York Post sem byggir frétt sína um málið á nafnlausum heimildarmönnum. Richemont er fyrir einn af eigendum Prada eftir að hafa fjárfest í tískuhúsinu. Helstu eigendur Prada eru hönnuðurinn Miuccia Prada og eiginmaður hennar Patrizio Bertelli.

Samkvæmt frétt blaðsins mun Bertelli vilja stjórna Prada áfram en hann er m.a. þekktur fyrir að hafa hent milljón virði af handtöskum út um glugga þar sem honum líkaði ekki hönnun þeirra.

Richemont á fyrir m.a. skartgripafyrirtækin Cartier og Van Cleef & Arpels og úraframleiðandann Montblanc.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×