Ólafur Stephensen: „Allt sem þú segir mér að gera“ Ólafur Stephensen skrifar 9. apríl 2010 06:00 Eitt af því sem felldi íslenzka bankakerfið voru gáleysislegar lánveitingar bankanna til eigenda sinna og tengdra aðila. Of mikil áhætta byggðist upp í lánabókum bankanna, sem lánuðu sömu eða skyldum aðilum gífurlegar fjárhæðir. Það magnaði upp áhættuna í efnahagslífinu að ýmsir stórir lántakar voru jafnframt í hópi eigenda bankanna. Færi illa fyrir einhverjum eigendanna var bankinn í slæmum málum - og öfugt. Þeir atburðir, sem eru raktir í stefnu skilanefndar Glitnis banka á hendur sex fyrrverandi eigendum og starfsmönnum bankans, meðal annars með tilvitnunum í tölvupóstsamskipti, veita athyglisverða - og óvenjulega myndræna - innsýn í þetta meingallaða kerfi. Í stefnunni koma fram alvarlegar ásakanir, um að Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson hafi nýtt sér ráðandi stöðu sína í eigendahópnum til að knýja fram lánveitingu til fyrirtækis Pálma upp á sex milljarða, þrátt fyrir að fyrirtækið og annar rekstur hans ætti í miklum erfiðleikum og væri í vanskilum við bankann. Pálmi skuldaði Jóni og borgaði honum milljarð af láninu. Þá er því haldið fram að starfsmennirnir, sem um ræðir, hafi þverbrotið reglur um útlán og áhættustýringu bankans og hugsanlega einnig lög. Stefnan setur fram hlið skilanefndarinnar á málinu. Þeir stefndu eiga eftir að koma fram vörnum. Hér er einkamál á ferðinni; enn sem komið er að minnsta kosti er það ekki rannsakað sem sakamál. Engu síður vakna margar áleitnar spurningar við lestur stefnunnar. Voru Jón Ásgeir og Pálmi að hugsa um hag bankans og þúsunda annarra hluthafa þegar þeir þrýstu á ákvarðanir um lánveitinguna? Eða umgengust þeir bankann eins og sína einkaeign, sem hægt væri að nýta til að hjálpa eigin fyrirtækjum? Hefði annað fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa, sem hefði verið í jafnmiklum vanskilum við bankann og fyrirtæki Pálma Haraldssonar og í jafnmiklum fjárhagserfiðleikum, fengið sambærilega lánafyrirgreiðslu? Innan Glitnis vissu menn klárlega að Pálmi stæði illa, samanber nú fleygan tölvupóst Einars Arnar Ólafssonar, um að bankinn hefði eins getað lánað Pálma tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman-eyjum áður en hann færi á hausinn í stað þess að standa í þeim flóknu gerningum, sem stefnan lýsir. Hvers vegna var reglum bankans um stórar áhættuskuldbindingar og framkvæmd lánveitinga ekki fylgt? Hvaða ástæða var til að afgreiða málið utan fundar áhættunefndar? Af hverju var stjórn Glitnis ekki látin fjalla um það, fyrst lán til fyrirtækja Pálma hefðu, eftir lánveitinguna, talizt til stórra áhættuskuldbindinga bankans? Loks hlýtur fólk að spyrja, ekki sízt í ljósi þess að innan bankans var samkvæmt stefnunni augljóslega vitneskja um að verið væri að fara framhjá reglum, hvers vegna enginn starfsmannanna hafði þrek til að láta reyna á reglurnar og hindra lánveitinguna. Var orðið til í bönkunum andrúmsloft, þar sem menn hlýddu bara skipunum, ekki sízt ef þær komu frá eigendunum? Önnur fleyg setning úr tölvupósti Einars Arnar er: „Ég geri allt sem þú segir mér að gera." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Eitt af því sem felldi íslenzka bankakerfið voru gáleysislegar lánveitingar bankanna til eigenda sinna og tengdra aðila. Of mikil áhætta byggðist upp í lánabókum bankanna, sem lánuðu sömu eða skyldum aðilum gífurlegar fjárhæðir. Það magnaði upp áhættuna í efnahagslífinu að ýmsir stórir lántakar voru jafnframt í hópi eigenda bankanna. Færi illa fyrir einhverjum eigendanna var bankinn í slæmum málum - og öfugt. Þeir atburðir, sem eru raktir í stefnu skilanefndar Glitnis banka á hendur sex fyrrverandi eigendum og starfsmönnum bankans, meðal annars með tilvitnunum í tölvupóstsamskipti, veita athyglisverða - og óvenjulega myndræna - innsýn í þetta meingallaða kerfi. Í stefnunni koma fram alvarlegar ásakanir, um að Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson hafi nýtt sér ráðandi stöðu sína í eigendahópnum til að knýja fram lánveitingu til fyrirtækis Pálma upp á sex milljarða, þrátt fyrir að fyrirtækið og annar rekstur hans ætti í miklum erfiðleikum og væri í vanskilum við bankann. Pálmi skuldaði Jóni og borgaði honum milljarð af láninu. Þá er því haldið fram að starfsmennirnir, sem um ræðir, hafi þverbrotið reglur um útlán og áhættustýringu bankans og hugsanlega einnig lög. Stefnan setur fram hlið skilanefndarinnar á málinu. Þeir stefndu eiga eftir að koma fram vörnum. Hér er einkamál á ferðinni; enn sem komið er að minnsta kosti er það ekki rannsakað sem sakamál. Engu síður vakna margar áleitnar spurningar við lestur stefnunnar. Voru Jón Ásgeir og Pálmi að hugsa um hag bankans og þúsunda annarra hluthafa þegar þeir þrýstu á ákvarðanir um lánveitinguna? Eða umgengust þeir bankann eins og sína einkaeign, sem hægt væri að nýta til að hjálpa eigin fyrirtækjum? Hefði annað fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa, sem hefði verið í jafnmiklum vanskilum við bankann og fyrirtæki Pálma Haraldssonar og í jafnmiklum fjárhagserfiðleikum, fengið sambærilega lánafyrirgreiðslu? Innan Glitnis vissu menn klárlega að Pálmi stæði illa, samanber nú fleygan tölvupóst Einars Arnar Ólafssonar, um að bankinn hefði eins getað lánað Pálma tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman-eyjum áður en hann færi á hausinn í stað þess að standa í þeim flóknu gerningum, sem stefnan lýsir. Hvers vegna var reglum bankans um stórar áhættuskuldbindingar og framkvæmd lánveitinga ekki fylgt? Hvaða ástæða var til að afgreiða málið utan fundar áhættunefndar? Af hverju var stjórn Glitnis ekki látin fjalla um það, fyrst lán til fyrirtækja Pálma hefðu, eftir lánveitinguna, talizt til stórra áhættuskuldbindinga bankans? Loks hlýtur fólk að spyrja, ekki sízt í ljósi þess að innan bankans var samkvæmt stefnunni augljóslega vitneskja um að verið væri að fara framhjá reglum, hvers vegna enginn starfsmannanna hafði þrek til að láta reyna á reglurnar og hindra lánveitinguna. Var orðið til í bönkunum andrúmsloft, þar sem menn hlýddu bara skipunum, ekki sízt ef þær komu frá eigendunum? Önnur fleyg setning úr tölvupósti Einars Arnar er: „Ég geri allt sem þú segir mér að gera."
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun