Hannaði forsíðu Monocle 4. desember 2010 21:30 Forsíðan á nýjasta Monocle var ekki hrist fram úr erminni á Þorbirni Ingasyni hönnuði heldur liggur að baki mikil smáatriðavinna þar sem pappírsmódel koma töluvert við sögu. Þegar pappírsmódelunum hafði verið stillt upp í réttum hlutföllum tók Torfi Agnarsson mynd og hún var síðan notuð á forsíðunni. Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira