Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð 28. febrúar 2010 18:43 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina. Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir. Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum. En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld. Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar. Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina. Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir. Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum. En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld. Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar. Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta á og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira