Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli 10. nóvember 2010 05:45 Kristján Möller stýrir viðræðunum., Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs
Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira