Lífið

Fergie valin kona ársins

fergie Söngkona The Black Eyed Peas hefur verið kjörin kona ársins af tímaritinu Billboard.nordicphotos/getty
fergie Söngkona The Black Eyed Peas hefur verið kjörin kona ársins af tímaritinu Billboard.nordicphotos/getty

Fergie, söngkona hinnar vinsælu hljómsveitar The Black Eyed Peas, hefur verið valin kona ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Billboard. Hún tók á móti verðlaununum í New York og var að vonum í skýjunum með þennan mikla heiður, sérstaklega vegna þess að svo margar konur hafa náð langt á vinsældalista Billboard á árinu.

„Það er mikill heiður að vera í flokki með svona mörgum sterkum konum úr bransanum. Þetta var einu sinni strákaklúbbur en konurnar eru á uppleið," sagði Fergie.

Félagi hennar í The Black Eyed Peas, Taboo, hrósaði söngkonunni fyrir að hafa komið með nýjar víddir í hljómsveitina.

„Árið 2002 hittum við Fergie í hljóðverinu. Við vorum að leita að einhverri til að syngja lagið Shut Up. Þegar hún mætti á svæðið heillaði hún okkur upp úr skónum. Hún var fagmannleg og á endanum ákváðum við að nota hana í fleiri lögum. Sem betur fer gerðum við það. Fergie hefur verið stór hluti af vinsældum okkar. Ég er þakklátur fyrir að hún sé systir okkar," sagði Taboo.

Félagi hans Apl.de.ap. bætti við:

„Hún er ekki bara sterk, hæfileikarík kona með fallega rödd. Ég get líka talað við hana um konur og fengið ráðleggingar hjá henni. Til hamingju Fergie. Þú ert systir mín og besti vinur. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig," sagði hann. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×