Fótbolti

Án leikmanna sem hafa skorað 17 af 28 mörkum liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fagna hér sigri á Þjóðverjum á dögunum.
Strákarnir fagna hér sigri á Þjóðverjum á dögunum. Mynd/Anton
Íslenska 21 árs landsliðið er án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Tékkum í dag í úrslitaleik riðilsins í undankeppni EM. Sjö leikmenn liðsins eru uppteknir með A-landsliðinu sem mætir Dönum í kvöld og þeir hafa skorað 61 prósent marka liðsins í keppninni til þessa.

Íslenska liðið hefur skorað langflest mörk í keppninni eða 28 mörk í 7 leikjum sem gera 4 mörk að meðaltali í leik. Íslensku strákarnir hafa skorið fimm mörkum fleira en Þjóðverjar og Rúmenar sem koma í næstu sætum með 23 mörk.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, talaði um það í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann þyrfti að stilla upp nýrri sóknarlínu í leiknum eftir að hafa áður misst markahæsta mann liðsins, Rúrik Gíslason, upp í A-liðið.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir markaskor þeirra leikmanna í íslenska 21 árs liðinu sem eru annaðhvort uppteknir með A-landsliðinu í Danmörku eða tilbúinn í slaginn í Tékklandi í dag.

Mörk leikmanna sem eru ekki með í dag:

Jóhann Berg Guðmundsson 7 leikir/5 mörk

Rúrik Gíslason 3/4

Gylfi Þór Sigurðsson 3/3

Kolbeinn Sigþórsson 5/3

Aron Einar Gunnarsson 1/1

Birkir Bjarnason 5/1

(Eggert Gunnþór Jónsson er einnig með A-liðinu en hann hefur ekki skorað)

Mörk leikmanna sem eru með í dag:

Alfreð Finnbogason 5/4

Bjarni Þór Viðarsson 6/3

Almarr Ormarsson 5/1

Hólmar Örn Eyjólfsson 6/1

Jósef Kristinn Jósefsson 4/1

Kristinn Steindórsson 3/1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×