Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu 28. desember 2010 06:00 Reykmengun frá Funa Á sumrin hefur fjörðurinn ítrekað fyllst af illþefjandi reyk.mynd/Halldór Sveinbjörnsson Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent