Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 29. desember 2010 06:00 Myndin er úr safni. Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs / Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs /
Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent