Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2 12. apríl 2010 19:09 Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag. Kristján spurði Tryggva fyrst hvað það hefði verið sem hefði fengið hann til þess að segjast hafa verið við það að gráta þegar skýrslan var unnin. Tryggvi svaraði því til að ástæðan væri sú mynd sem nefndin hefði opinberað í dag. Í raun væri hið grátlega tvíþætt, það sem var að gerast inni í bönkunum á þessum stutta tíma og að stjórnvöld skyldu ekki bregðast við þrátt fyrir þær upplýsingar sem þó lágu fyrir mánuðina fyrir hrun. Páll Hreinsson formaður nefndarinnar sagði að málið hafi verið miklu umfangsmeira en nokkurn óraði fyrir og að ef nefndin hefði skilað skýrslunni á þeim tíma sem upphaflega var reiknað með hefði hún aðeins talið um 400 blaðsíður. Niðurstaðan er hins vegar skýrsla sem er á þriðja þúsund síður að lengd. Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið. Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra. Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán. Margir hafa borið því við að orsakir hrunsins megi finna í aðstæðum erlendis. Sigríður segir ljóst að lausafjárkrísa heimsins hafi haft veruleg áhrif en hinsvegar sagðist hún þeirrar skoðunnar að fall Lehman bankans hefði ekki skipt eins miklu máli og margir hafi haldið fram. Óveðurskýin hefðu verið farin að hrannast upp áður en Lehman féll. Kristján Már spurði undir lokin hvort herópið „vanhæf ríkisstjórn" ætti ekki við í ljósi skýrslunanr. Páll svaraði: „Dæmi hver fyrir sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira