Lífið

Trommari varð fyrir þvagárás

mgmt Trommari MGMT strunsaði af sviðinu eftir að glasi með þvagi var kastað í hann.
mgmt Trommari MGMT strunsaði af sviðinu eftir að glasi með þvagi var kastað í hann.

Will Berman, trommuleikari MGMT, strunsaði af sviðinu á tónleikum í Manchester eftir að glasi með þvagi var kastað í hann.

New York-sveitin var að spila lagið The Handshake undir lok tónleikanna þegar atvikið átti sér stað. Berman var ekki skemmt og yfirgaf sviðið í mikilli bræði. Hann neitaði að snúa aftur þrátt fyrir að félagar hans í hljómsveitinni grátbændu hann um að klára tónleikana með þeim. Fyrst tóku þeir reyndar ekki eftir því að hann var horfinn en síðan kláruðu þeir giggið án hans. Þeir spiluðu samt ekki eftir uppklappið og sýndu Berman þannig stuðning sinn í verki.

Stutt er síðan hljómsveitirnar Guns N"Roses og Kings Of Leon stöðvuðu tónleika sína vegna óvæntra uppákoma. Fyrst var plastflöskum kastað í átt að Guns N "Roses á tónleikum í Dublin og síðan þurftu Kings Of Leon að yfirgefa sviðið í St. Louis Missouri vegna fugladrits-árásar frá dúfnahópi sem sveimaði yfir þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×