„Hver borgaði Framsókn?“ 12. maí 2010 10:01 Kristinn var þingflokksformaður Framsóknarflokksins á árunum 1999-2003. Hann átti einnig sæti á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið og Frjálslynda flokkinn. „Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum," segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Kristinn segir að þess sé krafist að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra upplýsi að fullu hverjir styrktu þá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og þingkosningarnar árið eftir. Á þessu kjörtímabili hafi fjármálafyrirtæki haft sérstakan áhuga á Orkuveitu Reykjavíkur. Hann spyr hvort nokkur sé búinn að gleyma darraðardansinum á árunum 2006 og 2007 um Geysi Green Energy, REI og hverjir hafi verið aðalleikarar þar. „Blandast nokkrum hugur um sambandið milli þessara afskipta nokkurra útrásarvíkinga landsins og tíðra meirihlutaskipta í borgarstjórninni? Kannski var stærsta spillingin í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð einmitt þar," segir Kristinn. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hefði svarað kallinu og skipt um fólk. Flokkurinn hefði aftur á móti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og ekki gefið skýringar á því hvers vegna Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, sagði af sér í janúarmánuði 2008. „Var það vegna óeðlilegra fjárhagslegra tengsla við athafnamenn í REI-málinu? Hverjir voru það sem styrktu hann og flokkinn um tugi milljóna króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006? Voru það sömu aðilar og hugðust komast yfir Orkuveitu Reykjavíkur?" Þá segir Kristinn að enn sé eftirfarandi spurningu ósvarað: „Hver borgaði Framsókn?" Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Sá flokkur sem sópar undir teppið er að víkja sér undan ábyrgð. Það er Framsóknarflokkurinn að gera. Hann hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum," segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Kristinn segir að þess sé krafist að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þeirra upplýsi að fullu hverjir styrktu þá fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og þingkosningarnar árið eftir. Á þessu kjörtímabili hafi fjármálafyrirtæki haft sérstakan áhuga á Orkuveitu Reykjavíkur. Hann spyr hvort nokkur sé búinn að gleyma darraðardansinum á árunum 2006 og 2007 um Geysi Green Energy, REI og hverjir hafi verið aðalleikarar þar. „Blandast nokkrum hugur um sambandið milli þessara afskipta nokkurra útrásarvíkinga landsins og tíðra meirihlutaskipta í borgarstjórninni? Kannski var stærsta spillingin í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð einmitt þar," segir Kristinn. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hefði svarað kallinu og skipt um fólk. Flokkurinn hefði aftur á móti ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og ekki gefið skýringar á því hvers vegna Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, sagði af sér í janúarmánuði 2008. „Var það vegna óeðlilegra fjárhagslegra tengsla við athafnamenn í REI-málinu? Hverjir voru það sem styrktu hann og flokkinn um tugi milljóna króna fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006? Voru það sömu aðilar og hugðust komast yfir Orkuveitu Reykjavíkur?" Þá segir Kristinn að enn sé eftirfarandi spurningu ósvarað: „Hver borgaði Framsókn?"
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira