Lífið

Hallveig í Kirkjuhvoli

Tónleikarnir eru í Kirkjuhvoli klukkan 16 á sunnudag.
Tónleikarnir eru í Kirkjuhvoli klukkan 16 á sunnudag.

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur fyrir klassískri tónleikaröð í vetur í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.

Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari ríða á vaðið í klassískri tónleikaröð á sunnudag en Schuil er jafnframt listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Á tónleikunum á sunnudag verða flutt verk eftir Hugo Wolf úr Mörike-Lieder og ljóðaflokkur Hectors Berlioz, Les nuits d"été.

Auk Hallveigar kom fram á tónleikunum í vetur Auður Gunnarsdóttir sópran, Þóra Einarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson baritón og píanóleikarinn Martijn van den Hoek.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×