Færðu lán á milli banka með afslætti 7. október 2010 02:45 Bankarnir verða að bæta sig Almar Guðmundsson, hér Þorsteini Pálssyni á hægri hönd, segir bankana geta nýtt svigrúm við endurmat á lánasöfnun til að lækka skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Fréttablaðið/Valli Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira