Bréf forsetans ekki afhent 20. janúar 2010 01:30 forsetinn á indlandi Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti Nehru-verðlaununum á Indlandi í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að traust í samskiptum ríkja gæti beðið hnekki ef bréf forseta til erlendra þjóðhöfðingja í þágu bankanna yrðu gerð opinber. Fréttablaðið/GVA Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent