Áætla 768 milljónir í snjóframleiðslutæki 15. september 2010 05:30 Bláfjöll Vegna snjóleysis hefur suma vetur aðeins verið opið í fimm daga á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Mikið fjör var í fyrstu opnun ársins 2010 í Bláfjöllum. Það var 1. mars.Fréttablaðið/Stefán „Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
„Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira