Óttast að hann kjósi sé nafnið á kjörskrá 12. maí 2010 04:00 Kristján Sig. Kristjánsson vill afsala sér kosningarétti til að axla sína ábyrgð og hindra að hann geti kosið í næstu borgarstjórnarkosningum ef sú „brjálæðislega hugmynd“ skyldi ná tökum á honum, til dæmis ef honum yrði boðin borgun eða vinna. Fréttablaðið/GVA „Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira