Þetta er mjög skrýtið og ég efast um að þetta sé satt, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík. Hún var spurð um niðurstöðu VG í kosningunum í umræðum oddvita framboðanna í Reykjavík sem fram fóru á RÚV um tólfleytið í kvöld.
Sóley sagði að frambjóðendur hefðu fundið meðbyr fyrir kosningarnar og tölurnar kæmu því á óvart. Hún sagði að niðurstaðan væri áfall fyrir sig og alla í VG. Hún sagðist hins vegar eiga erfitt með að skilgreina hvað hefði gerst og valdið þessari niðurstöðu.
Áfall fyrir Sóleyju Tómasdóttur
Jón Hákon Halldórsson skrifar
