Peningarnir eru ekki til Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. október 2010 06:00 Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann. Þó blasir það við að verði horfið frá umdeildum niðurskurðartillögum, eins og talsmenn sérhagsmunahópanna heimta, þarf annaðhvort að skera niður annars staðar - sem kemur þá við einhverja aðra afmarkaða hagsmuni - eða hækka skattana svo að markmiðin um minni halla á fjárlögunum náist. Eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bendir á í viðtali við Fréttablaðið í dag, er brýnt að þau markmið náist til þess að hægt sé að ná tökum á skuldum ríkissjóðs (skattgreiðenda) og byrja að greiða þær niður. Ríkisstjórnin hefur nú þegar gengið út á yztu nöf í skattahækkunum. Þær sem komnar eru til framkvæmda hafa þegar haft þau áhrif að hrekja fólk og fyrirtæki úr landi. Verði gengið lengra en þegar er gert í fjárlagafrumvarpinu er raunveruleg hætta á að það hamli þeirri endurreisn atvinnulífsins, sem er svo bráðnauðsynleg, meðal annars til að skapa ríkissjóði tekjur til lengri tíma. Niðurskurður hjá sjúkrastofnunum, í bótakerfinu og hjá menntastofnunum er að sjálfsögðu gríðarlega sársaukafullur. En þessir málaflokkar, heilbrigðismál, velferðarbætur og menntamál, taka til sín mikinn meirihluta ríkisútgjaldanna. Það er engin leið að ná árangri í ríkisfjármálunum án þess að draga saman útgjöldin til þessara málaflokka. Peningarnir eru ekki til. Það er orðin útjöskuð klisja að leggja til að skorið verði niður í utanríkisþjónustunni eða kaupum á ráðherrabílum í stað þess að skera niður í velferðarþjónustunni. Þótt utanríkisþjónustan yrði lögð niður (sem er óraunhæft) og ráðherrar færu til vinnu í strætó (sem er ekki fráleit hugmynd) myndi það ekki leysa nema pínulítið brot af þeim vanda, sem við er að glíma í ríkisfjármálunum. Gagnrýnin á forsendur fjárlaga, að þær séu of bjartsýnar, er réttmæt. Því miður þýðir það enn meiri niðurskurð, reynist gagnrýnin á rökum reist og hagvöxturinn verði minni en gengið er út frá. Í hagvaxtarspánni, sem stuðzt er við, er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við álver í Helguvík hefjist. Sjálfsagt er það samvizkuspurning fyrir suma ráðherra ríkisstjórnarinnar og stuðningsmenn þeirra, hvort þeir eigi að greiða fyrir álversframkvæmdum svo hægt sé að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð á þjónustu velferðarkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann. Þó blasir það við að verði horfið frá umdeildum niðurskurðartillögum, eins og talsmenn sérhagsmunahópanna heimta, þarf annaðhvort að skera niður annars staðar - sem kemur þá við einhverja aðra afmarkaða hagsmuni - eða hækka skattana svo að markmiðin um minni halla á fjárlögunum náist. Eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bendir á í viðtali við Fréttablaðið í dag, er brýnt að þau markmið náist til þess að hægt sé að ná tökum á skuldum ríkissjóðs (skattgreiðenda) og byrja að greiða þær niður. Ríkisstjórnin hefur nú þegar gengið út á yztu nöf í skattahækkunum. Þær sem komnar eru til framkvæmda hafa þegar haft þau áhrif að hrekja fólk og fyrirtæki úr landi. Verði gengið lengra en þegar er gert í fjárlagafrumvarpinu er raunveruleg hætta á að það hamli þeirri endurreisn atvinnulífsins, sem er svo bráðnauðsynleg, meðal annars til að skapa ríkissjóði tekjur til lengri tíma. Niðurskurður hjá sjúkrastofnunum, í bótakerfinu og hjá menntastofnunum er að sjálfsögðu gríðarlega sársaukafullur. En þessir málaflokkar, heilbrigðismál, velferðarbætur og menntamál, taka til sín mikinn meirihluta ríkisútgjaldanna. Það er engin leið að ná árangri í ríkisfjármálunum án þess að draga saman útgjöldin til þessara málaflokka. Peningarnir eru ekki til. Það er orðin útjöskuð klisja að leggja til að skorið verði niður í utanríkisþjónustunni eða kaupum á ráðherrabílum í stað þess að skera niður í velferðarþjónustunni. Þótt utanríkisþjónustan yrði lögð niður (sem er óraunhæft) og ráðherrar færu til vinnu í strætó (sem er ekki fráleit hugmynd) myndi það ekki leysa nema pínulítið brot af þeim vanda, sem við er að glíma í ríkisfjármálunum. Gagnrýnin á forsendur fjárlaga, að þær séu of bjartsýnar, er réttmæt. Því miður þýðir það enn meiri niðurskurð, reynist gagnrýnin á rökum reist og hagvöxturinn verði minni en gengið er út frá. Í hagvaxtarspánni, sem stuðzt er við, er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við álver í Helguvík hefjist. Sjálfsagt er það samvizkuspurning fyrir suma ráðherra ríkisstjórnarinnar og stuðningsmenn þeirra, hvort þeir eigi að greiða fyrir álversframkvæmdum svo hægt sé að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð á þjónustu velferðarkerfisins.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun